Wednesday, October 26, 2011

vonbrigði

Ótrúleg vonbrigði að litla skottið skuli þurfa að fara aftur í sprautu og byrja ferlið upp á nýtt. Eitt er að fá ættingja til að líta eftir kvikindinu en að þurfa að níðast á fólki í fleiri mánuði er ekki alveg það sem var upphaflega á áætluninni. Þvílík vonbrigði fyrir okkur öll að geta ekki fengið dýrið með okkur aftur frá Danmörku um helgina. Það flæddi meðal-vatnsból frá mér í gær.... Ég er samt ótrúlega heppin að eiga svona fallega og góða frænku sem hefur verið að passa dýrið og ætlar að passa það áfram fram í desember. Á þeim tíma verðum við að leysa málin öðruvísi. Það er ekki laust við að í gær var ég tilbúin að pakka í kassa, fylla gám og flytja bara aftur heim.....tjah eða til Danmerkur.....þetta var komið gott!

En svo fór ég upp úr hádegi grátbólgin og glæsileg að heimsækja þessa litlu dömu, foreldra hennar og stóra lasna bróðurinn. Knúsaði litla skinnið og gaf henni peysuna sem ég skellti á prjónana um helgina. Fékk kaffibolla og þá var þetta nú ekkert svo alslæmt.


Danmörk seinnipartinn á morgun með nýsteiktar kleinur í poka :D

No comments: