Tuesday, June 12, 2012

fjórar vikur

Undanfarin ár hef ég verið þreytt. Jebb, bara mjög þreytt. Samt alltaf á iði enda klárlega með einhverjar skemmtilegar greiningar (ef ég myndi vilja komast að því). Mér hefur verið illt í öllum liðum og vöðvum. Fundið extra mikið til þegar eitthvað hefur komið við mig...átt erfitt með að beygja fingur og liði á morgnanna. Erfitt að fara fram úr vegna verkja á morgnanna og erfitt að standa upp úr sófanum eftir glápið eða hvíldina. Í mörg ár er ég búin að vera í rúmlega 100% krefjandi vinnu + aukavinnu - alltaf. Læknar hafa mælt með járn og blóðaukandi töflum þar sem ég hef verið langt undir öllum eðlilegum og óeðlilegum mörkum í blóðprufum. Ég hef alltaf verið með einhverskonar útbrot í andlitinu - hálfgerðar unglingabólur (frekar pirrandi fyrir konu á þessum aldri ehemmm). Í vetur hef ég verið starfandi heima við ritstörf og sjálfsræktun. Verkir fóru samt ekki, þó ég væri ekki í yfir 100% vinnu + annarri vinnu!
Fyrir rúmum fjórum vikum síðan ákvað ég að gera einfalda tilraun. Kannski flókna fyrir suma - en einfalda fyrir mig. Tilraunin fólst í því að taka glúten úr matnum mínum. Ekkert flókið - bara út með glúten punktur basta. Það er til kex, hveiti, brauð, pasta, snakk og nammi sem er ekki með glúteni. Það er meira að segja til bjór með engu glúteni. Þannig að þetta er í raun ekki mikið mál. Tilraunin var gerð að vel athuguðu máli þar sem ég var búin að lesa og lesa og lesa og ..... lesa allskonar greinar og rannsóknir. Algengasta merki um glútenóþol er niðurgangur....EN það er ekki EINA merkið um glútenóþol. Og þá er það sagt. Þeir sem eru með glútenóþol fá alveg jafn mikinn útblásinn/uppþembdan maga af speltbrauði eins og hveitibrauði - jebbs.

Glútenfría heimabakaða brauðið mitt
sem var að koma úr ofninum.

BakeFri er eina glútenlausa bakaríið í Osló
- en hei - það er glútenlaust og gott :D


Niðurstöður 4. vikna tilraunar:
útþaninn magi = hætt
tregur magi = hætt
"unglingabólur" = horfnar
roði í andliti = minnkað
verkir í fingrum á morgnanna = veruleg minnkun (er enn að dást að þessu á morgnanna)
verkir í fingrum seinnipart og á kvöldin = veruleg minnkun
verkir í liðum = veruleg minnkun
verkir í vöðvum eftir gönguferð/skokk = hætt
þreyta = veruleg minnkun
upptaka járns = frábær
kílóafjöldi = sá sami
hæð í sm = sá sami

Heildarniðurstaða:
glúten er ekki fyrir mig
- og vinir/fjölskylda ekki hafa áhyggjur, ég
hef bara með mér nesti í poka ef ég held að ég komi til með að
svelta í afmælum/matarboðum hehe

Eftir 6 daga er ég að fara í 8 daga ferðalag með Frú Galin. Fyrst verð ég ein í heilan dag í Mílanó á meðan ég bíð eftir gönguhópnum frá Íslandi. Við erum að fara að ganga um í sælkeralandi Toscana, læra að búa til jurtasmyrsl og njóta þess að vera í stelpufríi. Ég ætla að fara með fluglestinni inn í miðborg Mílanó og skoða m.a. dómkirkjuna, Scala óperuna, allar flottu rándýru verslanirnar í gullhverfinu, fá mér aperitivo og snúa mér í hringi á nautshreðjunum....tjah bara svona á meðan ég er að hanga og bíða eftir hópnum, enda ekkert vit í því að hanga í 11 tíma á flugvellinum og bíða. Ég hef farið nokkrum sinnum inn í miðborg Mílanó og er því alls óhrædd með að hanga þar í heilan dag. Það væri þó óneitanlega skemmtilegra að hafa einhvern til að hanga með.
Það sem vefst hinsvegar fyrir mér er sú staðreynd að ég er að pakka fyrir ferðalag sem varir í fjórar vikur. Ég fer til Íslands frá Ítalíu og lendi ekki aftur í Noregi fyrr en nákvæmlega fjórum vikum eftir að ég legg af stað þaðan. Fyrir Ítalíuferðina þarf ég gönguskó og göngufatnað, íþróttafatnað og þunnan fatnað. Fyrir Ísland þarf ég þykkari fatnað, pæjuskó, pæjuföt, föt fyrir eina fermingu og eitt brúðkaup. Hvað má maður aftur ferðast með mörg kíló.......fjúffff?

Búin að sauma sumarhattinn fyrir Toscanaferðina og svo komu
léttu gönguskórnir með pósti í gær frá UK.

2 comments:

Frida said...

kaupir sparifötin í Mílanó...
:D

carlos oscar said...

Halló áhorfandi

Við erum að atvinnu kaupmenn, vinna sér inn í fremri og tvíundum fyrir fjárfesta vikulega, munum elska að segja þér allt meira um fjárfestingarvettvang okkar þar sem þú getur fjárfest fé allt að $ 200 og byrjað að þéna $ 2000 vikulega, margt fólk hefur notið góðs af þessari fjárfestingu bjóða upp á fyrir og meðan á þessari convid-19 vírus stendur, ef þú ert í gegnum fjárhagserfiðleika vegna þessa coronavirus og þú þarft hjálp við að borga reikninga, veldu einfaldlega viðeigandi fjárfestingaráætlun fyrir þig og byrjaðu að græða vikulega

$ 200 til að vinna sér inn $ 2.000 á 7 dögum
$ 300 til að vinna sér inn $ 3.000 á 7 dögum
$ 500 til að vinna sér inn $ 5.000 á 7 dögum
1000 $ til að vinna sér inn $ 10000 á 7 dögum
$ 5000 til að vinna sér inn $ 50.000 á 7 dögum

Til að hefja fjárfestingu núna
WhatsApp: +15022064419 eða sendu tölvupóst á tradewithcarlos2156@gmail.com