Friday, July 16, 2010

Vika 27: Jakki og heklaður pottaleppi

Í þessari viku ákvað ég að ráðast á frakka sem ég er búin að eiga inni í skáp í a.m.k. tvö ár. Ég keypti hann í Zöru á sínum tíma og aðallega vegna þess að ég var svo skotin í kraganum á frakkanum. Þar sem ég er manndvergur þá fer mér ekkert sérstaklega vel að vera í frakka og því hef ég aðeins notað hann þrisvar sinnum ehemm....
Í dag er frakkinn orðinn að jakka og ég bara nokkuð sátt. Veðrið hefur verið of gott undanfarið þannig að ég hef ekki notað hann enn - en hlakka til í haust :)

Svona leit frakkinn út


Svona lítur jakkinn út


Ég heklaði þennan líka sæta pottalepp og er alveg kominn í gírinn að hekla fleiri enda sniðug gjöf :). Myndin er nú ekki sú besta en þar sem pottaleppinn (eða er það pottaleppurinn) er fastur í fellihýsinu þá er ekki hægt að taka aðra mynd fyrr en í næstu ferð ;)

No comments: