Monday, July 26, 2010

Vika 28: Peysa og pottaleppi

Í þessari viku saumaði ég mér peysukjól sem ég fór í í útilegu. Hlý og notaleg. Núna er ég búin að þvo hana og nú passar hún á barbí.... Þetta kennir manni að þvo efnið áður en maður saumar úr því. Ætla að skjótast við tækifæri og athuga hvort þær eigi ekki meira af þessu efni í nýju efnabúðinni á Frakkastíg.


Ég heklaði annan pottalepp og gaf föðursystur eiginmannsins í gjöf fyrir að bjóða okkur heim í yndislega sumarbústaðinn hennar :).

1 comment:

Mongolian said...

Fallegur kjóll, leitt að hann hafi verið eyðilagður. Ég er líka mjög hrifin af svona hlýjum og þægilegum fatnaði. Mér líður mjög vel í því.