Tuesday, May 8, 2012

naflaskoðun

Bráðum er ég búin að vera heimavinnandi í heilt ár. Jebb HEILT ÁR. Það eru nú alveg nokkrir mánuðir í það samt. En heilt ár. Vá hvað tíminn líður hratt. Í vetur er ég sem sagt búin að vera í stöðugri naflaskoðun. Velta og snúa, hrista og strjúka - aðallega sjálfri mér. Niðurstaðan er einföld. Allra stærsti ókosturinn við mig er hæðin - eða smæðin.
Mér finnst enginn ókostur að vera með uppáskrifað PCO's (Fjölblöðrueggjastokkaheilkenni - sæll) og Hashimotos (eðal latur skjaldkirtill). Er löngu orðin vön því. En ég venst því seint að vera í KJÖRÞYNGD en bara heldur lágvaxin miðað við þá kjörþyngd!
Hausinn á mér er rosalega duglegur að segja mér að hendast út að hlaupa, lyfta lóðum, gera magaæfingar, plankaæfingar og hvað veit ég. Í raun hef ég kannski hlaupið 25 km síðan 1. janúar 2012. Ég hef sest tvisvar upp á hjólaskrímslið - og nei ég hjólaði ekki hringinn í kringum landið. Hef í alvörunni ekki gert eina magaæfingu né plankaæfingu síðan 1. janúar. Ég held nefnilega að hausinn viti líka að það er alveg sama hvað ég geri mikið af þessum æfingum - ég verð ekki hærri. Hausinn VEIT að ég er í kjörþyngd. Ég er eiginlega haldin reverse anorexia. Þegar ég lít í spegil sé ég bara megabeib. Verð því alltaf alveg kjaftstopp þegar ég sé myndir af mér (sem einhver myndaglaður þarf endilega að taka). En á myndunum sést greinilega að ég er of lágvaxin miðað við kjörþyngdina mína.

Auglýsi hér með eftir lengingaraðferðum - og þá ekki hárlengingaraðferðum - því ég nenni ekki megrunum. Ég er ágæt eins og ég er og ég borða 90% hollan mat (huh þarna var ég sko hreinskilin).

Kv.
Hobbitinn

P.s. Þetta er ekki þunglyndisblogg - í guðanna bænum ekki fara að peppa mig eitthvað upp - ég hækka ekkert við það. Farið frekar og eyðið tímanum í að finna upp lengingaraðferðir :D

3 comments:

Anonymous said...

Algerlega sammála þessu, ég er líka með reverse anorexia, þetta er greinilega útbreiddara en ég hélt. Speglarnir mínir eru líka þetta líka fínir, en það er eitthvað að myndavélunum....

GBF

Jóna Lind said...

heheh svakalegt vandamál hjá okkur lávöxnu skvísunum. En sem betur fer hlusta ég á það sem minn haus segir og hendist út að hlaupa eða lyfta lóðum. Bara skella í plan og koma sér í rútínu kona góð...

Anonymous said...

Iss ég er alltaf að heyra af fólki sem stórslasar sig við þessar svokölluðu æfingar. Þú ert frábær (aðallega vegna þess að ég virka næstum hávaxin við hliðina á þér).
Ég hlakka til að fara með þér óbreyttri í dekurferðina.

Ég man nú eftir einhverjum strák, þegar við vorum unglingar sem fór í lengingu til Rússlands. Rússland er nú ekki svo langt frá þér núna!
Kv
J