Thursday, September 29, 2011

myrkfælni

Í gær skellti ég mér enn og aftur í leiðangur. T-bani og strætó í Stoff og stil. Mig vantaði rennilása til að ljúka við töskurnar sem ég er að gera. Jebb það eru sko 4 stykki sem bíða klippt og skorin - þegar búin að sauma 2. Tveir búnir að panta tösku og fá að velja þegar ég mæti til Íslands - ekki leiðinlegt það :). Tvö pils í pöntun og einn peysukjóll. Hlakka til að fá "alvöru" saumavélarnar mínar til að geta klárað þessi verkefni. Á leiðinni í vefnaðarvöruverslunina keyrir strætó alltaf framhjá stórri Fretex búð sem mig hefur alltaf langað að fara í. Í gær lét ég verða af því, hoppaði úr strætó og skoðaði gersemarnar. Hoppaði svo bara aftur í strætó og hélt áfram ferðinni. Kom heim með þessar tvær dósir. Önnur verður í saumaherberginu (Tilda dós) - hin er algjör nostalgía frá barnæsku. Ég borgaði 5kr fyrir þá minni og 10kr fyrir þá stærri.



Eiginmaðurinn er á flakki einhversstaðar á landakortinu og við hin erum ein heima. Seinnipartinn í gær hittumst við niðri í miðbæ og keyptum nokkrar jólagjafir ásamt því að fata ungmennið upp. Ungmennið er nefnilega að fara til Íslands eftir hádegi á morgun og það lítur út fyrir fyrstu menntaskólapartýin þessa vikuna. Ég og ungmennið erum þó langt frá því að vera sammála um hvað sé eðlilegt verð fyrir fatnað og hvað ekki. Ég hef alltaf sagt að ég er fegin að eiga bara stráka og þurfa ekki að standa í öllu þessu stelpuveseni. Þegar kemur að fatnaði held ég svei mér þá að það sé bara enginn munur. Jæks!
Í gærkvöld flutti ég síðan eigin landamæri LANGT. Mig langaði að fara á fyrirlestur úti í bæ (sem ég sé sko ekki eftir - frábær hvatning). Það var komið myrkur og ég er hrædd í myrkri - hef alltaf verið. Dauðhrædd um að allir ljótu kallarnir, dópistarnir og rugludallarnir ætli að ráðast á mig....ehemmm.....klikk - æ nó. En mig langaði svo mikið að fara og jeppabifreiðin er staðsett í hinu hverfinu (hefði hvort sem er ekki ratað né séð nokkuð keyrandi ehemm). Svo ég lét mig hafa það - fór með T-bananum á staðinn - ekkert mál. Á heimleiðinni var klukkan hinsvegar farin að ganga 23 og enn meiri "nótt" úti. Ég nánast hljóp á lestarstöðina og afrekaði besta múv ever - tók lest í öfuga átt - JEIJ. Út úr lestinni og bíða í 15 mínútur eftir lest í hina áttina. Þegar ég kom á mína stöð og var að labba heim var ég bara næstum því hætt að vera hrædd.
Helv...fo....fo.... U can do it :D

No comments: