Thursday, September 22, 2011

ólíðandi dónaskapur

Skellti mér í leiðangur í dag með T-bana og strætó. IKEA var það í dag. Keypti flokkunartunnur, púða og efni og lét mig dreyma um allt dótið mitt sem er í gámnum á hafnarbakkanum í Osló. Nú styttist heldur betur biðin eftir íbúðinni. Vonandi fáum við að skoða hana að innan á laugardaginn..... Annars er það bara 1.október!


Í dag var líka stór dagur. Jebb. Í dag fórum við í bankann með vegabréfin upp á vasann því frúin átti að fá debetkort á reikning eiginmannsins. Hittumst fyrir utan bankann. Inn í bankann og biðum þar í rúmar 10 mínútur. Straujaðir og sleiktir bankadrengir gengu um og virtust ekki vera að gera eitt né neitt (mjög fyrir hrun fílingur í gangi) = pirringsstig 1.

Svo kom að okkur nr. 601.

Við ætlum að sækja um debetkort fyrir eiginkonuna á minn reikning sagði eiginmaðurinn.

Jahá. Er hún með reikning hjá okkur spurði bankakonan. Ég var líka á staðnum en bankakonan talaði eins og ég væri í búrku = pirringsstig 2.

Nei nei þess vegna erum við hér sagði eiginmaðurinn.

Er hún með vegabréf spurði bankakonan. Ég var enn á staðnum og þeytti vegabréfinu í konuna = pirringsstig 3.

En hún er ekki norskur ríkisborgari sagði bankakonan.

Nei sagði eiginmaðurinn.

Þá þarf hún að koma með pappíra frá norska skattinum sagði fúla bankakonan = pirringsstig 4.

Nei við nennum þessu ekki sögðum við bæði (á útlenskunni) og eiginmaðurinn sagði bankakonunni að hann væri búinn að fá nóg = pirringsstig 10.

Við gengum út í fússi. Yfir götuna og inn í annan banka. Þar tilkynnti eiginmaðurinn að hann væri viðskiptavinur í ákveðnum banka og væri búinn að fá nóg af þeim, hvort við mættum ekki vera viðskiptavinirnir þeirra.

Litla ljúfa bankakonan í venjulegu fötunum sínum sagði "að sjálfsögðu" - bað um vegabréfin okkar og norskar kennitölur og nú bíðum við bara eftir nýju kortunum okkar. Litla ljúfa bankakonan ætlar meira að segja að segja hinum bankafíflunum að við viljum ekkert með þá hafa lengur :D

No comments: