Sunday, January 15, 2012

Kongóbarnið

Þar kom að því að við fengum nafn og mynd af stúlkunni sem við köllum litlu systur á heimilinu. Menn eru yfir sig hrifnir af litlu systur og vilja fá að ættleiða hana. Sá yngsti þó skeptískur á þetta og veltir því fyrir sér hvort það sé verið að gabba okkur....


Komin með mynd og nafn og heimilisfang fór hausinn á flug í gær og áfram í dag. Í gær klippti ég út dúkkulísuföt (barnið er jú bara að verða 3 ára í mars).


En í dag langaði mig meira til að senda henni eitthvað búið til úr efni....eitthvað mjúkt. Skv. pappírum má bara senda litlar gjafir eins og hárteygjur og límmiða og þess háttar sem fer lítið fyrir í umslagi og lítil hætta á að verði stolið á leiðinni. Hugs hugs. Ég saumaði litla dúkku í dag og tvo kjóla á dúkkuna.


Ef svo ólíklega vildi til að einhver ráðamaðurinn í Kongó myndi stela dúkkunni - þá saumaði ég nafnið á barninu á magann á dúkkunni. Þá hugsa ég að sá sem stelur verður alltaf með "vont bragð í munninum" þegar dúkkan er merkt öðrum.


Að sjálfsögðu var sniðið á dúkkunni hugsað út frá litlu umslagi. Huh, þetta tókst bara prýðilega því dúkkan er á stærð við póstkort og aðeins 1/2 sm á þykkt.

1 comment:

frugalin said...

Þetta er myndarstúlka sem þið hafið eignast, sú er heppin að fá svona fína dúkku.