Monday, March 26, 2012

dagarnir líða

Heilmikið búið að gerast síðan í Kína - eiginlega svo mikið að ég bara hreinlega man það ekki ehemm! Ég skrapp í húsmæðraorlof (og kynningarstarf vegna bókarinnar) til Stavanger í vikunni. Það var svo gott að knúsa vinkonu mína og svo fékk ég kynningu á borginni - ekta áfangi Stavanger0313 fyrir framhaldsnemendur.... Litla systir átti afmæli um helgina og ég saumaði handa henni afmæliskort og sendi til Barcelona í síðustu viku.

Í pakkanum var líka m.a. sæt chilisulta sem ég afrekaði að búa til í þarsíðustu viku en miðana á sultuglösunum fékk ég einmitt frá sætu systur í afmælisgjöf í fyrra.


Við skelltum okkur í Grünerløkka á laugardaginn af því mig "vantaði nauðsynlega" mottu undir eldhúsborðið og eiginlega hefði hún þurft að koma í vetur þegar ég var að frjósa á tásunum.....í staðinn frýs ég ekki á tásunum næsta vetur. Keypti stóra House Doctor mottu og var ótrúlega heppin að hún var BARA til í bleiku.

Á leiðinni í mottuleiðangurinn varð ég fyrir þessu kertahúsi. Það hreinlega henti sér í andlitið á mér og ég kunni bara ekki við annað en að taka það með heim - var á fáránlegu tilboði sem var "alls ekki" hægt að sleppa. 

Ég réðist svo í framkvæmdir í dag en það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að ég ætla að búa til borð úr júrópalla. Fann einn fyrir einhverjum mánuðum síðan hérna fyrir utan og dró draslið heim yfir snjóskaflana en hann er búinn að þorna vel og vandlega síðan þá. Í dag skellti ég svo sandpappír á viðinn og grunnaði með hvítum. Svo er bara að velja lit og henda hjólum undir. Hef ætlað að búa svona til í mörg ár og núna er tækifærið.




Annars hefur aðeins verið bakað hérna og í gær var t.d. stóri vöffludagurinn í Noregi. TAE (nr.30) skellti sér á einn fótboltaleik og liðið hans vann 3-0. Alltaf gaman þegar vel gengur í boltanum.


Ég steikti pönnukökur í tilefni sumartímans og við dekkuðum borð úti á veröndinni okkar. Hlakka til að eyða meiri tíma þar í sumar. Eru þið kannski að spá í að koma í heimsókn?


Rjómaleginn Kófú

Núna er það bara afslöppun næstu kvöld með prjónana en það er víst kominn tími á peysu fyrir mig og ég fitjaði upp á henni í gærkvöld.

No comments: