Tuesday, March 6, 2012

Sjanghæ - 3.hluti

Á hverjum degi sáum við helling af fólki. Það búa 23 milljónir manna í Sjanghæ. Það er nú alveg ágætis fjöldi - svona í óspurðum! Eins mikið og mig langaði að taka myndir af gaurum sem voru á hjóli með lifandi endur í körfunni framan á hjólinu (kvöldmaturinn), 100 tóma vatnsdunka reirða saman aftan á hjólinu, þannig að hvorki sást í hjól né ökumann - eða gaurnum sem hjólaði með 20 pappakassa fulla af drasli, alla reirða saman aftan á hjólinu hans og einn lítill kínverji sat með krosslagðar fætur OFAN á kössunum á meðan gaurinn hjólaði.........þá varð ekkert af þeim myndatökum. Ástæðan einfaldlega sú að ég var í aftursætinu á bíl, með lífið í lúkunum og missti af öllum tækifærunum (jebb umferðarljós og gangbrautir eru bara til leiðbeiningar í Sjanghæ - óþarfi að fara eftir reglum og lögum). En minningin lifir í hausnum.
Við fórum á fullt af "svartamörkuðum" eins og grunnskólanemandinn á heimilinu myndi orða það. Fleiri þúsund fermetrar af feik dóti út í eitt - þeim er í alvörunni ekkert heilagt þegar kemur að framleiðslu á fatnaði, fylgihlutum og drasli almennt. Ég tók heldur ekki myndir á þessum efnamörkuðum og dótamörkuðum. Ég einfaldlega fattaði það ekki.
En við fórum á skemmtilegan "antik"útimarkað og versluðum styttur, tafl og lítinn rauðan búdda.





Einn daginn keyrðum við út fyrir borgina í u.þ.b. klukkutíma og komum þá í aðra borg, öllu minni og lágreistari en Sjanghæ. Í gegnum borgina var eins konar síki þar sem við sáum skolpið leka í vatnið, fólk þrífa grænmeti upp úr sama vatni, vaska upp og henda matarafgöngum í sama vatn. Sá engan þvo þvott í vatninu - en hver veit?












Annan dag fórum við upp í hæstu byggingu í Sjanghæ sem er í laginu eins og upptakari - Shanghai World Financial Center. Við borðuðum hádegismat á 92.hæð. Já takk fyrir nítugustu og annarri hæð. Fyrir utan það að fá illt í eyrun þegar lyftan fór upp þá fannst mér húsið vagga þegar ég steig út úr lyftunni. Eigum við að ræða lofthræðsluna - nei ég hélt ekki!




framhald.....

1 comment:

Benedikte said...

Klarer ikke å lese så mye av det du skriver, men fine bilder ;) En spennende by med mange kontraster!