Sunday, March 11, 2012

Sjanghæ - 4. og síðasti hluti

Næst síðasta daginn okkar í Shanghai fórum við á hótelbar sem var á 32. hæð. Flott útsýni (sérstaklega fyrir þá sem eru ekki lofthræddir). Á leiðinni niður fórum við með lyftu sem var UTAN á húsinu - já sæll - það voru naglaför eftir mig innan á lyftunni....
Við kíktum í skemmtilegt hof sem var inni í miðri borginni. Endalausar mótsagnir í byggingarstíl.










Við fórum líka á safnið Urban Planning en þar gátum við séð skipulagið á borginni, hvað er búið að gera og hvað er á framkvæmdarlistanum. Fleiri hundruð fermetrar af litlum líkönum af húsunum í borginni. Verkfræðingnum fannst þetta nú ekki leiðinlegt og reyndar ekki mér heldur. Þarna var líka skemmtileg vídeóhorn og skipstjórahermir. Skemmtilegt safn sem við mælum hiklaust með.....sko ef þið eigið leið um Shanghai.






Í stórum garði við hliðina á þessu safni er Wedding Market á laugardagsmorgnum. Þar koma foreldrar saman með myndir og upplýsingar af börnunum sínum til að leita að framtíðar mökum. Unga fólkið vinnur svo mikið að það hefur ekki tíma til að fara á stefnumót og finna sér maka. Aldraðir foreldrarnir sjá þá um að reyna að finna makann. Og trúið mér - það var allt TROÐFULLT þarna.



Peking önd varð svo fyrir valinu síðasta daginn. Vel þess virði nammi namm. Við borðuðum nánast eingöngu kínverskan mat á ferðalaginu okkar. Við smökkuðum mat frá ýmsum héröðum í Kína og næsta nágrenni, fengum aldrei í magann og eigum aðeins góðar minningar úr ferðinni. Það var sannarlega gott og gaman að fá að njóta samvista við vinkonu mína og ég vildi svo innilega óska að við byggjum aðeins nær hvor annarri. Það er eiginlega alveg kominn tími á það!

No comments: