Tuesday, August 9, 2011

Allt er þá þrennt er!

Þá erum við T lent hérna í Oslo eftir stutt og þægilegt flug með SAS.

Taka 1: Mánudagsmorgunn fórum við lengst niður í miðbæ á Folkeregistret til að skrá okkur tvö og G inn í landið. Við mættum með ljósrit af vegabréfum T og G og vegabréfið mitt. Fengum nr. E176 þar sem áttu að vera 176 á undan okkur í röðinni. Þegar við höfðum beðið í 10 mínútur fundum við öryggisvörð sem sagði okkur að númerakerfið væri bilað og við yrðum að bíða í röð við númer 18. Biðum stutta stund og fengum svo að vita að ekki væri hægt að skrá okkur inn í landið þar sem eiginmaðurinn væri skráður sem einhleypur og barnlaus einstaklingur í Noregi og hann þyrfti að skrifa undir pappírinn líka....

Taka 2: Þriðjudag kl. 12:50 mættum ég og T aftur á Folkeregistret með pappírinn undirritaðan af eiginmanninum. Fengum nr. E132 og 15 á undan okkur í röðinni. Biðum nokkra stund og þegar kom að okkur vildi konan fá að sjá G. G er að sjálfsögðu á Íslandi ennþá en ég sagði auðvitað að hann væri heima og hefði ekki viljað koma - ehe. Þá mátti ekki skrá hann inn í landið og ég sagði konunni að þurrka bara út nafnið hans. Þá bað hún um vegabréfið hans T og ég sagðist bara vera með ljósrit af því og vegabréfinu hans G. Gat svo komið því að í samtalinu að ég hefði sko verið hérna í gær! Tókst að lýsa konunni sem ég talaði við í gær og afgreiðsludaman lét sig hverfa til að tala við hana. Við biðum enn. Kemur afgreiðsludaman og segir að hin hafi staðfest að drengirnir hefðu BÁÐIR verið í gær og því gæti hún samþykkt ljósritin af vegabréfinu :). Þá var bara stóra spurningin - hvar er þitt vegabréf? Uuuuh þú heldur á því sagði ég. Neeeiiii þetta er vegabréf drengsins......... Frúin var sem sagt með vitlaust vegabréf í töskunni og varð að fara heim með skottið á milli lappanna en þó með gulan miða sem stóð að báðir drengir hefðu mætt og væru identifisert....einmitt ;)

Taka 3: Þriðjudagur kl. 14. Mæðginin mætt aftur með rétt vegabréf niður í bæ hundsveitt á hlaupum og undirjarðarlestarferðum. Fengum nr. E222 og 29 á undan okkur. Folkeregistret lokar kl. 14:30. Eiginmaðurinn sá ástæðu til að hætta í vinnunni og hitta okkur af ótta við að við myndum hætta við að flytja til landsins - enda lá sú hugmynd svo sem alveg í loftinu miðað við þetta vesen allt saman. Fengum okkur skráð inn í landið og megum eiga von á nýjum kennitölum eftir ÞRJÁR vikur!

Ákváðum að taka trikk upp í hverfið þar sem við ætlum að búa og heimsækja skólann hans T og skrá hann inn. Fengum að vita þar að hann tilheyrði öðru skólahverfi skv. búsetu og því gætu þeir ekki lofað honum plássi....

Á heimleiðinni fengum við skemmtilega hressandi rigningu og þrumuveður. Keyptum regnhlífar, gáfum skít í hollustuna og settumst inn á MD og fengum okkur McFlurry :)

Frúin gat ekki fengið simkort í símann (prepaid) af því búðin gat ekki klippt kortið fyrir iphone.

SKÁK OG MÁT í bili!

Mynd tekin af svölunum á núverandi tímabundna heimili.


1 comment:

frugalin said...

Fall er fararheill, þetta verður frábært!