Wednesday, August 10, 2011

Hugsa til þín elsku sonur

Í dag er hundleiðinlegt veður, rigning og þá erum við að tala um RIGNINGU. Þannig að í dag fengum við tækifæri til að nota bæði Ilse og regnhlífar :). Svei mér þá ef T framkallar ekki bara smá bros á myndinni en hann hyggur á flutninga aftur til Íslands........er sem sagt ekki aaalveg að fíla aðstæðurnar....hmmmmm!

Skelltum okkur í smá bollakökubakstur enda pössuðum við okkur á því að uppskriftabókin góða, Bollakökur Rikku, færi nú ekki með í gáminn.

Bounty bollakökur

Kaffi bollakökur

Ég fjárfesti svo í einu svona dóti í gær

Til þess að geta búið mér til svona á hverjum morgni ;)

En mest af öllu sakna ég frumburðarins í dag. Hann fór í aðgerð í morgun og átti að fá að fara heim á hádegi. Eftir aðgerðina var hins vegar ákveðið að hann yrði lagður inn í sólarhring með sýklalyf í æð. Hann er því staddur þessa stundina á LSH og ég þakka fyrir gsm-síma en við getum verið í stöðugu sambandi við hann.

Mest af öllu hefði ég þó viljað vera á staðnum í eigin persónu!

3 comments:

frugalin said...

Hugsa hlýtt til ykkar og vona að elsta batni fljótt.

Lena said...

Verðurðu flutt heim fyrir garðpartýið annað kvöld?

elín said...

Það er spurning Lena ;)