Monday, November 21, 2011

Pizza

Helgin var pökkuð. Fengum góðan næturgest frá Berlín. Gerðist Suzukimóðir eina helgi, tók myndir og vídeó eins og góðri móður sæmir. Skrapp með næturgestinum á Frognerseteren í þokunni á laugardagskvöldið. Kíktum á Munch safnið á sunnudagsmorguninn og svo voru það tónleikar í Majorstuenkirke seinnipartinn á sunnudag. Glæsilegir tónleikar þar sem næturgesturinn stóð sig með mikilli prýði og spilaði undurfagurt lag eftir íslenskan höfund.

Á föstudaginn gerði ég mér hollustu pizzu á meðan allir strákarnir fengu sér týpíska heimapizzu. Mig langaði bara ekkert í svoleiðis. Pizzaofninn alveg að standa sig :D.

Sést ekki í botninn fyrir gúmmelaði

Pepperonipizza

3 comments:

Anonymous said...

Ofsalega er þetta girnileg pizza! Og er þetta pizzaofninn, þetta litla rauða???? Og eru þær eins og keyptar á góðum pizzastað úr þessum ofni?

e said...

Já þessi litli rauði er pizzaofninn og pizzurnar eru eldbakaðar - algjört lostæti :)
"Græna" pizzan er alger znilld - fljótleg og rosalega góð :D

Anonymous said...

Ég hélt að pizza ofnar væru risa stórir. Þetta er geggjuð græja! Mig vantar sko svona!