Friday, November 4, 2011

loftlaus blaðra!

Fyrsti mánuðurinn í nýja hverfinu hefur aldeilis verið viðburðaríkur. Allur tilfinningaskalinn hefur verið notaður hjá undirritaðri og er loftið alveg sigið úr blöðrunni.

Í október ferðaðist ég með Iceland Express í síðasta skipti. Þrjú ár síðan pabbi dó langt fyrir aldur fram.  Pakkað upp úr 40 fermetra gámi á 6 dögum. Frumburðurinn og mamma komu í heimsókn. Góðir vinir frá Álaborg komu í heimsókn. Hundurinn fékk ekki að koma til okkar. Heimsóttum flottustu hundapössunarkonuna og hundinn. Krabbatékk á eiginmanninum í þessari viku sem fékk farsælan endi og tékk aftur eftir 3 mánuði. Ætli maður verði minna stressaður þá?
Sem sagt ALLAR helgar uppteknar í október og þær voru FIMM!

Ekkert planað um helgina - nema kannski að tékka aðeins betur á þessari hér sem kom með póstinum í gær.

Góða helgi :D

1 comment:

Ofurhjúkka said...

Knús á ykkur elsku frænka... :) Ótrúlegur orkubolti sem þú ert og dugnaðarforkur, þetta liggur ekki í genunum eins og hitt vesenið, hefði svo gjarnarn viljað skipta því út fyrir þetta :)
Hrabba