Saturday, November 5, 2011

hafrakökur án baksturs

Ákvað að prófa uppskrift í gær sem ég fann á Pressunni fyrir margt löngu. Hafði aldrei gefið mér tíma til þess áður en ákvað að nú væri tími til þess. Fáránlega auðveld uppskrift og smakkast alveg glimrandi vel. Pakkaði dótinu inn í sellófan og límdi með fallegum límmiðum sem ég fékk í afmælisgjöf frá Barcelona. Í raun eru þessir hafrabitar/múslístykki tilvalin "værtindegave" þegar maður fær heimboð.

Hluti uppskriftar settur í pott

Þurrefnin í skál

Öllu blandað saman og ég setti í form
en uppskriftin segir að maður eigi að hnoða 8 bita sem mér finnst of stórt

Pakka inn í sellófan


1 comment:

Jóna Lind said...

Snilld og svo fallegt hjá þér