Tuesday, November 15, 2011

Barcelona og Facebook

Yndislegir dagar í Barcelona. Skólapartý. Rölt um Gracia hverfið. Fullorðnir, börn og hundur knúsuð í kaf. 8 ára afmælisveisla. Er hægt að biðja um meira?

Kokomo

8 ára afmælisdrengurinn að undirbúa bæjarferð - best að hafa aura í vasa.

Úti að rölta með litla ferfætlinginn.

Krakkarnir sáu um að skreyta þessar fínu möffins fyrir afmælið.

Frænka var beðin um HULK köku og afmælisdrengurinn valdi þessa fyrir veisluna.

En honum fannst þessi flottari svo við fengum hana á sjálfan afmælisdaginn :D

8 ára strákurinn

Næstum 12 ára pæjan

Ég ætla að taka pásu frá Facebook í nokkra daga - kannski lengur. Þetta fyrirbæri er tímaþjófur þó ég noti þennan samskiptavef mikið til að tala við fjölskylduna mína sem er langt í burtu. Það er bara svo auðvelt að gleyma sér í engu - vera upptekin af því að kíkja á fésið til að athuga hvort einhver sé inni til að spjalla eða ekki. Detta í einhver (oft) ömurleg vídeó eða lestur á misgóðum blaðagreinum. Þannig að PÁSA er það. Ef einhver þarf nauðsynlega að ná í mig þá er ég með emailinn eplammm@gmail.com og svo er ég líka með íslenskan heimasíma sem er fjórirníuníututtuguogsjötuttuguogþrír :D
Ég er þó ekki hætt að blogga.

No comments: