Friday, December 2, 2011

2.desember

Varðhundurinn vann vinnuna sína vel í gær......eða ekki. Á meðan ég var í keramiktíma komu vinnumennirnir að aftengja kamínuna. Varðhundurinn skottaðist í kringum þá (G gleymdi að loka hann inni þegar hann fór í skólann) og var alveg viss um að þeir væru nýju eigendurnir hans - aaaalsæll.....


Það er nú ekki mikið jólalegt yfir stofunni.....og verður svona næstu tvær vikur - jeij segir jólabarnið inni í mér - eða ekki!

Annars er stór dagur í dag. T er að fara á jólaball í skólanum frá kl. 18 - 21. Þetta er fyrsta ballið á þeirra skólaferli og þvílíkur viðburður. Foreldrarnir búnir að emailast í fleiri vikur varðandi skreytingar og ballgæslu og hvað á að bjóða upp á að borða. Ég og T fórum saman í bæinn og keyptum svartar buxur - það á sko að vera í jakkafötum og stelpurnar í kjólum og hælum. Í gærkvöld uppgötvaðist að hvíta skyrtan er of lítil.....áður vorum við búin að uppgötva að móðirin gaf svörtu spariskóna nr. 39/40 í sumar - þannig að það dæmist á frúna að skottast niður í bæ núna og reyna að finna svarta herraskó nr 39/40 (nb. þeir eru hvergi til...búin að fara í milljón búðir). Svo dæmist það á mig að búa til litlar kjötbollur til að hafa með á hlaðborðið á ballinu og frúin ætlar að sjálfsögðu að taka þátt og skreyta kl. 16 þó hún fái ekki að vera á ballinu sjálfu ;)

4 comments:

Anna Guðbjörg said...

Gaman að fylgjast með fjörinu hjá ykkur :) góða skemmtun við skreytingar og á ballinu. Kv Anna

e said...

Takk Anna mín :D

Anonymous said...

Velkomin til Noregs, hér taka sko foreldrar þátt í skólaviðburðum...mjög gaman. Búið að bjóða okkur í foreldra party og kostar hvorki meira né minna en 400 kr. á mann, hlýtur að vera ógrynni af víni og mat:)

e said...

Tjah á Íslandi hef ég/við nú alltaf tekið virkan þátt í skólaviðburðum - en það er yfirleitt ekki svona margra vikna skipulagning á undan viðburðunum ;)