Thursday, December 8, 2011

8.desember

Fór í bæinn í gær og hitti elsku frænku. Ætluðum bara að fá okkur einn kaffibolla og rölta aðeins um bæinn. Enduðum báðar á að kaupa okkur flottustu vetrarskóna - og nei við keyptum ekki eins skó en við keyptum frá sama merki - made from recycled materials og er því recyclable product. Kaffibollinn sem ég fékk mér á uppáhalds kaffistaðnum mínum var með andlit í mjólkinni - újeah - það hlýtur að boða eitthvað gott og hamingjuríkt.


Skellti mér í keramik í morgunn en þar sem dótið mitt var enn í ofninum og dótið sem ég ætlaði að glerja var óbrennt - þá pakkaði ég saman og fór í síðustu jólagjafainnkaupin fyrir Íslandsferðina. Fékk þó heim með mér allra fyrstu skálarnar sem ég renndi (sko fyrir utan þær sem var stolið).....við skulum ekkert ræða það hvað þær gætu verið fallegri ehemm. EN kaffið smakkast rosa vel í þessari efstu þarna.



En í fyrramálið er það Ísland - takk fyrir. Byrjaði voðalega rólega að bóka mig í heimsókninni en finn að núna er ég alveg að fara að yfirbóka........og það getur verið stressandi. Anda inn - anda út. Stóra verkefnið hér um bil komið ofan í tösku og ekki laust við að ég sé að verða pínu kvíðin fyrir kynningunni....hmmmmm!

2 comments:

Anonymous said...

Verðum að hittast :)

frugalin said...

Voðalega krúttlegt keramik hjá þér. Hlakka ekkert smá til að hitta þig.
J