Tuesday, December 6, 2011

6.desember

Brrrr það er skítkalt inni. Ég sit í eldhúsinu - eða stend inni í vinnuherbergi nokkra tíma á dag og er að vinna á tölvuna. Úffff, óhætt að segja að 15 gráðurnar inni eru ekki alveg að gera sig. Þannig að í boði er að sitja í eldhúsinu og skella bakarofninum í gang til að hita eldhúsið (gerði það reyndar í morgunn áður en drengirnir komu upp að borða morgunmat). En það er náttúrulega alveg til spillis að kveikja á ofninum og sleppa því að baka.....þannig að þetta er vonlaus staða ehemm. Ég þarf nefnilega að halda áfram að vinna í tölvunni enda bara 3 dagar í Ísland. Vildi óska að þessir vinnumenn fari að ljúka pípunum í okkar stigagangi svo við getum farið að kveikja upp....

Annars skelltum við okkur til Svíþjóðar á sunnudaginn í góðum félagsskap. Versluðum m.a. smjör í baksturinn, en það er ekki til smjör í Noregi og verður ekki komið í gott horf aftur fyrr en í fyrsta lagi í byrjun janúar. Heimsóttum m.a. stærstu nammibúð sem við höfum nokkurn tíma komið í - úfff - maður missti bara lystina í sælgæti við að fara þarna inn. T fann þó helling af nammi sem er nú komið á piparkökuhúsið sem hann bakaði í síðustu viku (og mamman náði að brjóta.....áður en það var sett saman....vel gert mamma ehemm).



Fengum svo næsturgest í nótt en frænka, sem býr aðeins norðar í Noregi, er á leið til Íslands að flytja mastersverkefnið sitt við HÍ - og svo er hún að fara að ná í hundinn sinn til Íslands - ekki lítill farangur þetta ;).

Þessi ráðskona og krúttbomba er svo í heimsókn hjá okkur í viku á meðan fjölskyldan hennar er heima á Íslandi að halda upp á afmæli og skíra yngsta fjölskyldumeðliminn. Þessi dama er með einkarétt á heimilisfólkinu í sófanum og vílar ekki fyrir sér að rölta yfir tölvur og annan óþarfa til að komast leiðar sinnar hehe. Gleraugnaætan er alls óvanur svona dömum og heldur sig langt frá. Úti í göngutúrum er hún sannkölluð prinsessa á meðan herrann hleypur um eins og vitleysingur að skoða heiminn og merkja sér svæði alveg hægri vinstri.....fjör á bænum þessa dagana.

No comments: